Samningur um efniskaup fyrir hitaveituna undirritaður
Nýlega buðu Kjósarveitur út efni vegna lagningar hitaveitu í Kjósarhreppi.
Lægsta gilda tilboðið, bæði í stál- og pexrörin átti dansk/sænska fyrirtækið Logstor A/S.
Í dag voru forsvarsmenn Logstor mættir í Kjósina til að ganga frá samningum, þeir Jørgen Ægidius framkvæmdastjóri sölusviðs og Christian Jørgensen, svæðisstjóri.
Í för með þeim voru eigendur Ísrörs ehf, umboðsaðila Logstor á Íslandi, þeir Birgir Sigurjónsson og Örn Sigurðsson.
Einnig var hönnuður hitaveitunnar, Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf-verkfræðstofu, á fundinum. Frá Kjósarveitum voru mætt þau, Sigríður Klara Árnadóttir, Pétur Guðjónsson, Guðmundur Davíðsson og Karl Magnús Kristjánsson.
Stefnt er að fyrstu skóflustungunni á sumardaginn fyrsta, 21. apríl nk og um það leiti er fyrsta sendingin af rörum að koma til landsins.
![]() |
||
|
Frá vinstri: Sigríður Klara, Jørgen Ægidius, Christian Jørgensen, Örn Sigurðsson, Bragi Þór Haraldsson, Birgir Sigurjónsson, Guðmundur Davíðsson og Pétur Guðjónsson |
||
