Fara í efni

Sauðfjárbændur athugið.

Deila frétt:
Samkvæmt reglugerð um garnaveiki og varnir gegn henni frá 21. september
2011 er eiganda/umráðamanni sauðfjár og/eða geita á svæðum sem tilgreind eru í sem garnaveikisvæði samkvæmt viðauka reglugerðarinnar skylt að láta bólusetja öll ásetningslömb/kið til varnar garnaveiki á tímabilinu 15.
ágúst til 31. desember ár hvert eins og verið hefur. Þeir bæir þar sem eigandi/umráðamaður sauðfjár hefur ekki sinnt skyldu til bólusetningar samkvæmt 5. gr reglugerðarinnar verða skilgreindir sem garnaveikibæir en þetta ákvæði er nýtt inni í garnaveikireglugerðinni nú.
Reglugerðina má lesa í heild sinni hér:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=8288f8b3-0237-4b82-86f0-2ef177c4fdc2
Bændur er hvattir til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fé sitt bólusett fyrir tilskyldan tíma. Þeim sem hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá féð bólusett og hefur ekki orðið ágengt er bent á að koma þeim upplýsingum til héraðsdýralæknis í Vesturumdæmi á netfangið flora.liste@mast.is.
 
Bestu kveðjur frá BV