Fara í efni

Sjálfvirk veðurstöð í Bæ

Deila frétt:

Pétur Guðjónsson og Bertha Jónsdóttir hafa komið sé upp veðurstöð í Bæ. Þau hafa boðið kjos.is að tengjast heimasíðunni með flýtihnappi en þar koma allar staðbundnar upplýsingar um veðurfar fram. Bær hefur verið í eyði um nokkurra áratuga skeið en síðast rak Einar Ólafsson frá Flekkudal, yfirleitt kenndur við Lækjarhvamm í Reykjavík, þar búskap. Segja má að jörðin sé arfleið hans en Bertha er afabarn hans. Unnið hefur verið við viðgerðir á íbúðarhúsinu undanfarið og standa vonir til að þar verði búseta innan tíðar.

 

Hægt er að nálgast veðurupplýsingarnar hér til vinstri á síðunni eða HÉR

sh