Fara í efni

Skötuveislan á föstudaginn 23. desember í Félagsgarði kl 13

Deila frétt:

Minni íbúa á að panta þarf í veisluna tímanlega, vegna aðfangaöflunar.

 

Á boðstólum verður tindabikkja vel kæst að vestan, skata, saltfiskur, sérbakað rúgbrauð að hætti Steinunnar á Meðalfelli og annað ágætt meðlæti.

Aðeins verður boðið upp á vatn til að renna skötunni niður með. Gestir er því beðnir um að hafa drykkjarföng með ef þeir ef þeir kjósa að drekka eitthvað annað en blákalt íslenskt vatnið.