Fara í efni

Skötuveislan og jólatrésskemmtunin í Félagsgarði

Deila frétt:

Góð mæting var í skötuveisluna í Félagsgarði á Þorláksmessu, en 76 manns þáðu boðið um að fá að  borða þennan bragðgóða og ilmandi mat.

 

Góð þátttaka var einnig á jólatrésskemmtunina sem var í Félagsgarði þann 29.  Páll Helgason kom með nikkuna, jólasveinninn kom og gaf börnunum gott í poka og kvenfélagið bauð upp á heitt súkkulaði  og úrval kræsinga með.