Fara í efni

Skagfirskur Kjósverji sigraði

Deila frétt:

Óskar Páll
Lagið  Is it true eftir Óskar Pál Sveinsson, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Moskvu í maí. Lagið fékk flest atkvæði í símakosningu eftir að átta lög höfðu verið flutt í beinni útsendingu Sjónvarpsins.

Óskar Páll hefur búið í Kjósinni nokkur undanfarin ár; fyrst í sumarhúsi en síðan byggði hann og Alma Guðmundsdóttir sér snoturt íbúðarhús við Bugðuós sem ber það nafn.

Óskar er alin upp á Sauðarkróki; sonur hins kunna hestamans; Sveins á Sauðárkróki og Ragnheiðar, en frá henni er hermt að hann hafi fengið tónlistargáfu sína.

 

Því miður hefur ekki tekist að ná sambandi við Óskar eftir að úrslit lágu fyrir, en til gamans er birt hér að neðan stutt viðtal sem skagafjordur.com á tti við hann árið 2007