Skemmtileg sýning hjá Adam
Hestamannafélagið Adam stóð fyrir sýningu á folöldum og ungum stóðhestum s.l. sunnudag. Dómari var hinn landskunni kynbótadómari Magnús Lárusson. Öllum gripunum voru gefnar einkunnir fyrir hina ýmsu þætti byggingar og hæfileika, og var framkvæmdin á dómunum bæði skemmtileg og fróðleg. Verðlaunuð voru 3 efstu folöldin í hvorum flokki, merar og hestar. Þá var útnefnd „mesta stjarnan“ á meðal folalda í eigu félaga í Adam. En þá útnefningu hlaut Pjakkur frá Þúfu. Í flokki ungra stóðhesta bar hinn glæsilegi Skugga-Sveinn frá Þúfu sigur úr bítum og fékk hann hæstu einkunn bæði fyrir byggingu og hæfileika allra á sýningunni. En þess má geta að Pjakkur og Skugga-Sveinn eru sammæðra.
Úrslit urðu annars eftirfarandi:
|
Merfolöld: |
|
1. Forsetning frá Miðdal. F: Forseti frá Vorsabæ. M: Taug frá Miðdal. |
|
2. Sigurey frá Flekkudal. F: Sólbjartur frá Flekkudal. M: Villimey frá Flekkudal. |
|
3. Fjóla frá Morastöðum. F: Sporður frá Bergi. M: Dagrún frá Morastöðum. |
|
|
|
Hestfolöld: |
|
1. Pjakkur frá Þúfu. F: Hófur frá Varmalæk. M: Dögun frá Akranesi. |
|
2. Sigurþór frá Flekkudal. F: Forseti frá Vorsabæ. M: Aþena frá Flekkudal. |
|
3. Sólon frá Þúfukoti. F: Orri frá Þúfukoti. M: Milljón frá ____________ |
|
|
|
Ungir stóðhestar: |
|
1. Skugga-Sveinn frá Þúfu. F: Dynur frá Hvammi. M: Dögun frá Akranesi |
|
2. Kliður frá Flekkudal. F: Glymur frá Flekkudal. M: Kvika frá Flekkudal. |
|
3. Álfakóngur frá Þúfu. F: Jósteinn frá Votmúla. M: Drottning frá Þúfu |
Adam þakkar góða þátttöku, skemmtilegan dag og hvetur hrossaræktendur sem aðra hestamenn í Kjósinni að ganga í félagið. Það borgar sig að vera félagi.
Stjórn Adams.