Fara í efni

Skipulagsmál í uppnámi á Grundartanga

Deila frétt:

Hvalfjarðarsveit hefur afturkallað auglýsingu um gildistöku á deiliskipulagi á Grundartanga-vestursvæði. Unnið hefur verið við að breyta skipulagi á fyrrgreindu svæði sem liggur vestan við núverandi stóriðjusvæði. Breytingin felur í sér að athafnasvæði er breytt í iðnaðarsvæði svo komi megi þar fyrir nýjum verksmiðjum.

Aðalskipulagsbreyting hefur tekið gild en stjórnsýslukæra vegna gildistökunnar er til meðferðar hjá Umhverfisráðuneytinu. Á kynningartíma tillögu um aðalskipulagsbreyting bárust 53 athugasemdir. Til engra þeirra var tekið tillit við endanlegt skipulag.

Hvalfjarðarsveit auglýsti gildistöku deiliskipulags á umræddu svæði án þess að senda það áður til Skipulagsstofnunar til lögbundinnar yfirferðar auk annarra afmarka sem leiddi til þess að afturkalla þurfti deiliskipulagið. Samkvæmt nýjum skipulagslögum eru ströng tímamörk um ferlis skipulagsbreytinga. Samkvæmt þeim var frestur Hvalfjarðarsveitar til að birta auglýsingu um gildistöku deiliskipulags þegar liðinn þegar auglýsing var birt og er því ekki ljóst hver framvindan verður.

 sh