Snjóþyngsli og umhleypingar í Kjós
25.01.2012
Deila frétt:
Við íbúar í Kjós höfum verið heppin með veður undanfarna vetur, lítil snjóþyngsli, en nú bregður öðru við, greinileg kominn tími að Kjósverjar fái að kynnast alvöru "vetri konungi" þetta árið.
Hér í sveit byrjaði að snjóa um 24. nóvember og hafa verið nánast stanslausir umhleypingar síðan, mest þó bætt við snjóinn.
Kjósarhreppur hefur staðið myndarlega að mokstri vega í sveitarfélaginu, en margir íbúar stunda vinnu frá heimili sínu, börn þurfa að komast í skóla, mjólkurbíllinn að komast til að ná í mjólkina, svo ekki sé minnst á póstinn.