Fara í efni

Spennandi námskeið

Deila frétt:

Dagana 18.- 20. október nk. fer fram vinnusmiðjan Startup Weekend í Háskólanum í Reykjavík. Helgin er samstarfsverkefni Innovit og Landsbankans en að henni koma fjölmargir aðilar s.s. mentorar, dómnefnd, stuðningsaðilar og sjálfboðaliðar.

Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem hefur farið sigurför um heiminn. Markmið viðburðarins er að byggja upp viðskiptahugmyndir á 54 klukkustundum.

Þátttakendur mæta á staðinn, með eða án hugmyndar og fá innblástur og leiðsögn við að byggja upp viðskiptahugmynd sem í framtíðinni gæti orðið að fullvaxta fyrirtæki. Viðburðurinn var síðast haldin í mars á þessu ári og litu fjölmargar hugmyndir dagsins ljós, til að mynda tókst einu teymi að hanna vöru, markaðsetja hana og selja á einni helgi.

Öllum er frjálst að taka þátt en þar koma saman einstaklingar með ólíka menntun og bakgrunn, einna helst tæknimenntaðir, viðskiptafræðingar, grafískir hönnuðir og aðrir áhugasamir um nýsköpun og frumkvöðlastarf.

Hvað er innifalið?

- Hjálpsamir og reynslumiklir mentorar
- Leiðsögn og kennsla á tól og tæki sem nýtast við stofnun fyrirtækja
- Verðlaun fyrir bestu hugmyndina
- Matur og drykkur allan tímann

Verð fyrir helgina er aðeins 3.490 kr.

Taktu af skarið og skapaðu eigin framtíð - áhugi er allt sem þarf!

Dagskrá, nánari upplýsingar og skráningu má nálgast á iceland.startupweekend.org  á Facebook og hjá

Ragnar Örn Kormáksson

Project manager

Tel. 696-2945

ragnar@innovit.is
 

Diljá Valsdóttir

Project manager

Tel.697-7055

dilja@innovit.is