Fara í efni

Staða borunar eftir heitu vatni í Kjós

Deila frétt:

Jarðborinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða hefur lokið borun holunnar MV-19 að Möðruvöllum í Kjós. Holan varð 822 m að dýpt og er hún fóðruð í 152 m.

Úr holunni er sjálfrennandi vatn; rúmlega 14l/s og er það rétt um 80 gráðu heitt.

Í borlok var gerð stutt afkastamæling og eru niðurstöður ekki alveg óyggjandi en þó er ljóst að um vel heppnaða heitavatnsholu er að ræða