Fara í efni

Staða hitaveitumála í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Fundur var haldinn sl þriðjudag í  hreppsnefnd Kjósarhrepps ásamt orkunefnd og þeim Kristjáni Sæmundssyni og Þórólfi Hafstað frá ÍSOR og Úlfari Harðarsyni frá Flúðum.

Ástæða fundarins var að fara yfir stöðu mála vegna borholunnar við Möðruvelli en í ljós kom þegar dæling loks hófst að  vatnsmagn var ekki eins mikið og menn gerðu ráð fyrir. Veitan þarf 40s/l en vatnsmagnið er núna stöðugt við 20s/l sem alls ekki er ásættanlegt. Staðan er sú núna að dæla þarf í ca 2-3 mánuð til að sjá til hvort einhverjar breytingar verði á vatnsmagni. Ef ekki verður aukning á vatni þá standa menn frammi fyrir því að dýpka núverandi holu í ca 1400 metra en hún er um 820,  bora nýja eða ???

 

Hér er minnisblað til kynningar frá Ísor um dælinguna úr Möðruvallaholunni