Starfskraftur óskast
19.10.2009
Deila frétt:
Kjósarhreppur óskar eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með félagskvöldum í Ásgarði.
Áætlað er að félagskvöldin hefjist fimmtudaginn 29. október. Allir íbúar hreppsins eru velkomnir til leikmótsins. Til að byrja með er þátttakendum boðið að tefla,taka í spil, leika borðtennis og njóta samveru. Bókasafnið verður opið. Í framhaldi munu þátttakendur ásamt umsjónamanni þróa ný viðfangsefni, s.s. upplestur,myndasýningar o.fl.
Í starfi umsjónamanns fellst í að opna húsið, sjá til þess að töfl og spil og annað það sem nota þarf sé tiltækt. Jafnframt að hafa til kaffi og ganga frá húsinu að samkomu lokinni.
Þeir sem hug hafa á að taka að sé starfið hafi samband við Sigurbjörn í síma 5667100 eða 8966984 eða sendi tölvupóst á oddviti@kjos.is