Starfsmaður óskast á endurvinnsluplan
Kjósarhreppur óskar eftir að ráða starfsmann til umsjónar-og þjónustustarfa á endurvinnslusvæði hreppsins við Hurðarbaksholt. Gerð er krafa um að starfsmaðurinn geti starfað sjálfstætt, sé vandaður í alla staði, gæddur lipurð og þjónustulund. Þá er gerð rík krafa um að hann hafi einbeittan vilja til að ná bættum árangri í flokkun efnis og nýtingu söfnunarrýmis. Starfshlutfall er 12 klst. á viku fram til 1. maí en verður þá endurskoðað.
Nánar upplýsingar veitir oddviti Kjósarhrepps í síma 566-7100
Umsóknum skal skilað fyrir 5. janúar 2010 á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbær eða með tölvupósti á póstfangið kjos@kjos.is
Gunnlaugur Mikkaelsson sem sinnt hefur starfinu af einstakri kostgæfni hefur ákveði að flytja búferlum úr hreppnum. Honum er þakkað frábært vinnuframlag og einlægri þjónustulund og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.