Fara í efni

Stjörnuhappadrætti Adams

Deila frétt:

Drætti hefur verið frestað til 12 maí, í Stjörnuhappadrætti Adams. Þá hefur tollur undir hinn geysiefnilega Sæmund frá Vesturkoti komið í stað tolls undir hinn brottflutta Sædyn frá Múla. Sæmundur er bróðir heimsmeistarans Spuna, en báðir eru þeir undan Stelpu frá Meðalfelli í Kjós.

Við hvetjum Kjósverja til að styrkja hestamannafélag okkar Kjósverja, en allur ágóði fer í að klára keppnisvöll. Miða eru til sölu á skrifstofu hreppsins. Vinningshlutfallið einstakt, og reyndar mun betri kostur að kaupa happadrættismið en toll undir hest!

 

 

 

Meðfylgjandi er mynd af Aroni, en tollur undir hann er í fyrsta vinning.

 

 

 

Stjórn Adams