Fara í efni

Stofnfundur Kjósarstofu

Deila frétt:

Boðað er til stofnfundar Kjósarstofu mánudaginn 11. apríl kl 20.30 í Ásgarði.

 

Kjósarstofa  er áhugamannafélag  íbúa Kjósarhrepps og áhugafólks og hefur sér fjárhag. Tilgangur félagsins er að gegna hlutverki samfélagsmiðstöðvar í Kjósarhreppi,  efla tengsl íbúa, félaga og fyrirtækja, sinna menningu og fræðslu  og gegna upplýsingarhlutverki gagnvart ferðamönnum.

Meðal verkefna sem Kjósarstofa mun taka að sér er að koma á laggirnar handverkshópi, hafa milligöngu um styrkjaumsóknir og halda námskeið, málþing, tónleika, matarkynningar og hátíðir.

Rétt til að ganga í félagið hafa allir sem áhuga hafa á málefnum Kjósarhrepps. Stofnfélagar teljast íbúar í Kjósarhreppi og annað áhugafólk sem ritar nöfn sín í stofnskrá Kjósarstofu innan mánaðar frá stofndegi.

Á fundinum mun Þorvaldur Friðriksson segja frá keltneskum örnefnum í Kjós.

Boðið er upp á kaffiveitingar. Vonumst til að sjá sem flesta!