Fara í efni

Sumarferð Félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ 4.-6. júlí 2011

Deila frétt:

Lagt verður af stað frá Eirhömrum  í Mosfellsbæ mánudaginn 4. júlí kl.

9.00 frá Hlaðhömrum og ekið um Suðurland að Búrfellsvirkjun. Þaðan verður haldið um virkjanasvæðin að Vatnsfellsvirkjun, og Versölum og upp á Sprengisand um slóðir Fjalla Eyvindar í Nýjadal, þar sem snætt verður nesti. Þaðan haldið í Tómasarhaga, um  Kiðagilsdrög, að Aldeyjarfossi, niður Bárðardal og að Stórutjörnum við Ljósavatn þar sem snæddur verður kvöldverður og gist.

 

Þriðjudaginn 5. júlí verður lagt af stað eftir morgunverð frá Stórutjörnum og ekið að Goðafossi, um Fljótsheiði og Aðaldal að Mývatni, um Námaskarð og niður Hólssand að Dettifossi, niður í Ásbyrgi þar sem snætt verður nesti. Síðan um Tjörnes til Húsavíkur og  aftur til Stórutjarna þar sem snæddur verður kvöldverður og gist aðra nótt.

 

Miðvikudaginn 6. júlí eftir morgunverð verður ekið til Akureyrar, þaðan til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, um Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar, um Haganesvík og Fljót til Sauðárkróks þar sem snæddur verður hádegisverður.

Síðan um Þverfjall til Blönduóss, um Holtavörðuheiði og Borgarfjörð til Mosfellsbæjar.

 

Þetta er ferðalýsingin í stórum dráttum. Það skal sérstaklega tekið fram að stoppað verður á öllum áhugaverðum stöðum og áfangar hafðir sem þægilegastir fyrir þátttakendur.

Verð á mann verður kr. 40.000.-

 

Kjósverjar eru hvattir til að skella sér með í þessa áhugaverðu ferð og hafa samband við Svanhildi Þorkelsdóttur Svanhil@mos.is

eða Jóhönnu Hreinsdóttur joh12@hi.is