Tónleikar í Reynivallakirkju 9. apríl
Finnsku tónlistarmennirnir Matti Kallio og Roope Aarnio eru um þessar mundir að gefa út þjóðlagaplötuna Kjós og í tilefni þess munu þeir halda útgáfutónleika í Reynivallakirkju næstkomandi föstudag. Platan, sem inniheldur frumsamin lög í þjóðlagastíl spiluð á harmónikku, harmóníum og gítar, var tekin upp í Reynivallakirkju síðastliðið sumar og vilja tónlistarmennirnir sýna Kjósverjum þakklæti og virðingu með því að bjóða sveitinni á tónleika.
Matti Kallio er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur tekið þátt í fjölda tónlistaverkefna frá unga aldri. Hann leikur á mörg hljóðfæri: þ.á.m. píanó, tveggja– og fimmraða harmóníkkur og írskar flautur. Hann spilar með finnsku þjóðlagasveitinni Värttinä sem hefur gert garðinn frægan með sínum einstaka þjóðlagastíl. Einnig hefur hann útsett fyrir sönghópana Club for Five og Rajaton, ásamt því að semja tónlist fyrir Borgarleikhúsið.
Roope Aarnio er einn eftirsóttasti þjóðlagagítaristi Norðurlanda. Hann spilar á fjölmörg strengjahljóðfæri, þ.á.m gítar, bouzouki, mandólín og einnig spilar hann á concertinu. Hann hefur ferðast um allan heim þjóðlagasveitinni Frigg og harmóníkkusnillingnum Jóhönnu Juhola.
Frekari upplýsingar um tvíeykið, ásamt myndum og hljóðdæmum, má finna á www.facebook.com/kallioaarnio
Útgáfutónleikarnir verða í Reynivallakirkju, föstudaginn 9. apríl kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis en verður diskurinn til sölu á staðnum (reiðufé einungis)