Tekið til í Ásgarði
04.03.2011
Deila frétt:
Á síðustu tveim vikum hefur Raggi á Bollastöðum verið að mála og gera í stand þau herbergi í Ásgarði sem eftir voru.
Búið er að útbúa skjalageymslu hreppsins þar sem bókasafn Bræðrafélagsins var á ganginum á efri hæð. Góð skrifstofuaðstaða er komin í herbergið á móti, en þar verður tímabundin aðstaða söguritara, Byggðasögu Kjósarhrepps. Skólastofan uppi var máluð og fremra herbergi þar sem barnabókasafnið var, uppi.
Búrið innaf eldhúsinu var tekið í gegn, málað, settar upp hillur og sett á nýtt gólfefni.