Fara í efni

Tilkynning frá Adam

Deila frétt:

Á nýafstöðnum aðalfundi félagsins var fyrrverandi aðalstjórn félagsins endurkjörin, þeir Pétur Blöndal Gíslason formaður, Björn Ólafsson (Þúfu) ritari og Haukur Þorvaldsson meðstjórnandi.  Varamenn eru þau; Hulda Þorsteinsdóttir (Eilífsdal) og Elvar Ólafsson.  Félagar í Adam eru nú orðnir 49.  Stjórnin hvetur alla þá sem vilja taka þátt í starfsemi félagsins að gerast félagar sem fyrst, en félagar njóta t.d. afsláttar af þátttökugjöldum og fá áskrift af Worldfeng.

 

Í vetur er ætlunin að vera með fjölbreytt og líflegt félagsstarf.                        Í nóvember verður fræðslufundur með hrossaræktarráðunautnum Guðlaugi Antonssyni, folaldasýning veður í desember, reiðnámskeið eftir áramót, Bogatölt og ýmislegt fleira skemmtilegt. Auk þess mun félagið halda áfram öflugu starfi sínu við reiðvegagerð í sveitinni.  Allt verður þetta auglýst nánar síðar.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með á reiðnámskeiði, sem hefst í janúar og stendur fram eftir vetri, eru beðnir um að láta vita ekki síðar en 1. Nóvmember, með tölvupósti á: bjossi@icelandic-horses.is eða í s: 895-7745. Vegna anna hjá reiðkennurum er nauðsynlegt að skipuleggja reiðnámskeið sem fyrst.