Tilkynning frá félagsstarfi aldraðra í Mosfellsbæ
Skoðum Hörpuna
Ferð verður í Hörpuna ,ráðstefnu og tónleikahús, miðvikudaginn 31. ágúst.
Leiðsögn verður um húsið, síðan verður hægt að kaupa veitingar í Munnhörpunni.
Lagt af stað kl. 13.00 frá Eirhömrum. Verð þ.e. akstur og leiðsögn kr. 2.000.
Skráning á skrifstofu félagsstarfsins kl.13.00-16.00, sími 5868014.
Leirnámskeið
Námskeið í leirvinnu byrjar 7. September.
Glervinna
Munið að glerverkstæðið er opið
á Þriðjudögum kl. 10-12.
Tréskurður
Námskeið byrjar 15. September kl. 12.30.
Handverksstofan á Eirhömrum er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00 einnig
skrifstofan, þar er tekið á móti skráningum á námskeið og í ferðir í síma 5868014.
Kjósverjar eru hér með hvattir til að skella sér í ferðina og skoða Hörpuna og nýta sér svo þessi skemmtilegu námskeið.