Tilkynning til þjónustu- og framleiðsluaðila í Kjós
16.02.2010
Deila frétt:
Nokkrir aðila í Kjós hittust til skrafs og ráðagerða, til að stilla saman strengi þeirra sem vinna við þjónustu, ætlunin er að búa til upplýsingalista yfir þá aðila sem bjóða fram vöru og þjónustu í Kjósinni, má nefna sem dæmi, handverk, opin bú, hestaleiga, afurðasala, gisting og fleira. Ákveðið var að auglýsa eftir þeim sem hefðu áhuga á að vera með í þessu samstarfi og eru þeir vinsamlega beðnir um að hafa samband við undirritaða fyrir 1.mars 2010.
Bergþóra Andrésdóttir sími: 6923025 begga@emax.is
Birna Einarsdóttir sími: 5667019, 86862219, birnae@hive.is