Tilkynning vegna folaldasýningar Adams.
07.12.2009
Deila frétt:
Ákveðið hefur verið að færa sýninguna fram um eina klukkustund, þ.a. sýningin hefst kl.13, á laugardaginn. Þeir sem ætla að koma með folöld er bent á að skrá þau sem fyrst. Síðasti skráningardagur er á fimmtudaginn,
en ekki verður hægt að skrá folöld eftir að fresti er lokið. Greiða skal skárningargjald á staðnum, kr. 1500 á folald. ATH. Það er ekki posi á staðnum. Hægt er að skrá með því að senda upplýsingar um folald; nafn, uppruna og lit á bjossi@icelandic-horses.is eða í s: 8957745. Ef folald er ekki skráð í Worldfeng þurfa upplýsingar um foreldra að fylgja. Aðstaða fyrir áhorfendur verður góð og nú mun örugglega
heyrast í dómaranum :o)
Sjáumst hress í Boganum á laugardaginn.
Stjórn Adams.