Tilkynningar frá Kjósarstofu
Opinn kynningarfundur með ráðgjöfum frá Nýsköpunarmiðstöð kl. 13-15 föstudag 9. september
Kjósarstofa heldur opinn kynningarfund með ráðgjöfum frá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í Ásgarði föstudaginn 9. september kl 13-15. Jóhanna Ingvarsdóttir og Hannes Ottósson frá Impru á Nýsköpunarmiðstöð verða með hálftíma powerpointkynningu fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja um frumkvöðlastyrk vegna t.d. matvælaþróunar, handverks eða ferðaþjónustu og svara svo fyrirspurnum á eftir. Kjósverjar eru eindregið hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að koma vörum sínum á framfæri. Í lok fundar gefst tækifæri til að ræða fyrirhugaða matarhátíð.
Krásir í Kjósinni 8. október
Laugardaginn 8. október verður haldin matarhátíðin Krásir í Kjósinni í Félagsgarði. Kjósarstofa stendur að hátíðinni og auglýsir hér með eftir hráefni frá bændum sem matreiðslumeistarar munu framreiða. Áformað er að selt verði inn á hátíðarkvöldverð í Félagsgarði laugardagskvöldið 8. október. Óskað er eftir öllum tegundum hráefnis til matargerðar og sérstaklega þeim sem eru dæmigerðar fyrir Kjósina. Gert er ráð fyrir að framleiðendur fái tækifæri til að kynna sínar afurðir á hátíðinni, en dagskrá verður nánar kynnt þegar nær dregur. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið kjosarstofa@kjos.is eða hringi í síma 6987533 (Ólafur).