Tiltektardagur í Eilífsdal 30. maí
12.05.2009
Deila frétt:
Frá Sumarhúsafélaginu Valshamri
Tiltekt í dalnum okkar laugardaginn 30 maí 2009.
Sunnudaginn 31 maí kl:13 leggur vörubíll af stað og stoppar við hverja lóð og fjarlægir “draslið” með ykkar aðstoð.(Létt verk ef margar hendur hjálpast að.)
Kl: 17 verður svo hituð upp grill við félagsheimilið.
Allir velkomnir, hver kemur með sinn mat og drykk.
Gaman væri að sjá sem flesta og eiga góða stund saman.
Ath. Minnum á að 10. júní förum við að safna í brennu. (bara timbur)
Ekki má lengur setja trjágreinar (úrgang) við gámana hjá okkur.
Stjórnin.