Tryllt trjásala hjá Kötu og Bjössa, á Kátt í Kjós
10.07.2013
Deila frétt:
Kiðafell III, býður nú í fyrsta skipti gestum hátíðarinnar heim til að líta á úrval garðplantna sem þar hafa verið ræktaðar á undanförnum árum og bjóðast nú til sölu. Um er að ræða tré, runna og fjölæringa.
Heitt verður á könnunni svo allir ættu að hafa eitthvað fyrir sinn snúð.
Opið frá kl. 12-17, laugardaginn 20. júlí