Fara í efni

Umsjónarmaður fyrir Félagsgarð

Deila frétt:

Sunníva Hrund Snorradóttir hefur verið ráðin sem umsjónarmaður í Félagsgarði í fimm mánuði til reynslu. Hennar hlutverk verður meðal annars að hafa umsjón með húsinu og eigum þess, sjá um útleigur og þjónusta leigutaka.  

Helsta markmið sveitarfélagsins með ráðningu nýs starfsmanns í Félagsgarð er að hann hafi frumkvæði til að draga að alls konar metnaðarfulla viðburði í húsið þegar ekki er útleiga. Sunníva er með hugmyndir að viðburðum og er hún boðin velkomin til starfa.