Fara í efni

Ungfolasýning Adams

Deila frétt:

Jæja, þá er að koma að því.  Já, nú er það alvöru folasýning,  sýning sem merarþjóðin hefur beðið eftir. Ungfolasýning þar sem eistu og öflug lend eru það sem skiptir máli.  Laugardaginn 1 mars,  kl. 14,  fer fram ungfolasýning Adams í Boganum að Þúfu í Kjós. Allir folar eldri en veturgamlir  velkomnir. Þeir sem hafa hug á að koma með  þátttakendur,  þurfa að senda inn skráningu á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is   í síðasta lagi 28 febrúar. Nafn, uppruni og aldur  fola eða IS-númer þarf að koma fram, ásamt nafni ræktanda og eiganda. Þátttökugjald er kr. 2500 fyrir hvern fola.

Efstu folar verðlaunaðir.

Dómari/umsagnaraðili verður enginn annar en hæsti kynbótadómari landsins;  Þorvaldur  Kristjánsson. Hver foli verður metinn út frá byggingu og hreyfingum. Þetta er tilvalið tækifæri til að horfast í augu við raunveruleikan; er  folinn virkilega einhver  „graðfoli“ ? eða er gelding málið???

Kaffi á könnunni og kaldur í kælinum.

Allir velkomnir.

Stjórn Adams