Upplestur úr jólabókum í Ásgarði - 10. desember kl. 20
09.12.2014
Deila frétt:
Miðvikudagskvöldið 10.desember fáum við góða gesti á síðasta bókasafnskvöldið fyrir jól
Gerður Kristný kemur og kynnir nýjustu ljóðabók sína Drápa, sem hefst nóttina þegar myrkusinn kemur til borgarinnar.
Einar Kárason lætur ekki þríleik um Sturlungaöld duga heldur bætti við fjórðu bókinni, Skálmöld, sem fjallar um upphafið á þessu öllu saman. Einar hefur einstakt lag á að segja frá á hnyttinn hátt, valdabrölti mistækar höfðingja og líta inn í hugskot stórmenna jafnt sem smælingja og koma með nýja sýn á söguna
Og enn eru að bætast við nýja bækur.
Komdu, slakaðu á fyrir jólin og láttu aðra lesa upphátt fyrir þig
Hlakka til að sjá sem flesta
Anna Björg, bókverja Kjósarinnar