Fara í efni

Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla er hafin

Deila frétt:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010, hófst við embætti sýslumannsins í Reykjavík, Skógarhlíð 6, þann 6. apríl s.l. og er opin á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 – 15:30 virka daga.  Um helgar er opið frá kl. 12:00 – 14:00.

 

Frá og með 10. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 -22:00.  Lokað verður á uppstigningardag þann 13. maí nk. og hvítasunnudag þann 23. maí nk.

 

Kjörkassi frá Kjósarhreppi er í Laugardalshöll

 

Hægt er jafnframt að kjósa hjá öllum sýslumannsembættum í landinu en þá verða kjósendur að koma koma atkvæðisseðlinum sjálfir til skila.