Fara í efni

Veðurstöðin á Bæ vinsæl

Deila frétt:

Að meðaltali eru yfir 50 heimsóknir á veðurstöðvar vefsíðuna í Bæ á degi hverjum. Alls voru yfir 25 þúsund heimsóknir á árinu sem er að líða og er aukningin um 5000 heimsóknir á hverju ári. Einnig notfæra margir sér að kíkja á vefmyndvélarar því þá sést hið raunverulega veður. Sannaði það sig skemmtilega á milli jóla og nýárs þegar allt var á kafi í snjó í borginni og ekki snjókorn í Kjósinni.

Þegar von er á vondu veðri þá margfaldast heimsóknirnar og sést einnig að einn og einn maður kíkir á veðrið um miðja nótt, etv. að lokinni heimsókn á pisseríið.

Langflestir fara inn á stöðina í gegnum hnappinn á www.kjós.is og sýnir það hvað það er nauðsynlegt að vera með góða heimasíðu fyrir hreppinn til að miðla alls konar upplýsingum.