Veiði hefst í Meðalfellsvatni 1. apríl
Veiði hefst í Meðalfellsvatni 1. apríl. Veiðikortið gildir í vatnið. Sumarhúsaeigendum er gert sérstakt tilboð. Þeir sem áhuga hafa á að veiða í vatninu er bent á veidikortið.is.
Sumarhúsaeigendum við Meðalfellsvatn býðst að kaupa “Sumarhúsapakka”, sem veitir sömu réttindi og sumarkortin veittu áður, á kr. 15.000.- en það er óbreytt verð. Hver pakki inniheldur þrjú Veiðikort og miða fyrir 10 til að setja í glugga.
(Venjulegt endursöluverð á Veiðikortinu er kr. 6.000.- )
Hver Sumarhúsapakki inniheldur þrjú Veiðikort þannig að 3 aðilar hafa rétt á að veiða í öðrum vötnum innan kortins, auk þess sem gestir sumarhúsanna hafa rétt á að veiða í Meðalfellsvatni að vild. Með pakkanum fylgir miði 10 til að setja í glugga þannig að hægt sé að sjá hverjir eru með veiðiheimild sem Sumarhúsapakkarnir gefa.
Þannig má segja að verðið standi í stað auk þess sem Sumarhúsapakkinn veiti mun meiri möguleika þar sem bæði er um að ræða ígildi gömlu sumarkortanna auk þess sem 3 aðilar geta veitt að vild í öðrum vötnum en Meðalfellsvatni.