Vel sótt sýning á Liljum vallarins
16.04.2012
Deila frétt:
Á skírdagskvöld var kvikmynd Þorsteins Jónssonar Liljur vallarsins sýnd í Félagsgarði. Myndin er tekin í Kjósinni þar sem sköpunarverkið blómstrar – menn, dýr og náttúra. Hún fjallar um stórar spurningar – um Guð, tilgang lífsins og hvernig menn eiga að haga lífi sínu. Persónur í myndinni eru m.a. bændur í Kjósinni. Um 40 manns komu á kvikmyndasýninguna og svöruðu Þorsteinn Jónsson og sr. Gunnar Kristjánsson svöruðu fyrirspurnum á eftir.