Fara í efni

Vel sóttur fundur um öryggismál í Kaffi Kjós

Deila frétt:

Haldinn var íbúafundur um öryggismál á Kaffi Kjós miðvikudagskvöldið 14. september kl 20. Fulltrúar frá Securitas komu og fræddu íbúa um ýmsa möguleika í öryggisgæslu og uppsetningu viðvörunarkerfa. Einnig var kynning á nágrannavörslu. Yfir 20 manns sóttu fundinn og var niðurstaða hans að efla nágrannavörslu og leita leiða til að hafa hverfagæslu með innansveitarmönnum.