Fara í efni

Velunnarar Kjósarréttar

Deila frétt:

Stofnfundur félags „Velunnarar Kjósarréttar“ (Möðruvallaréttar)verður  mánudagskvöldið 18.apríl í Ásgarði kl. 20:30.

Hugmyndin með stofnun félagsins er að standa að endurbyggingu réttarinar í sinni upprunalegu mynd .

Tilboð hefur borist í að koma með forsteyptar einingar og nýta í endurgerðina og smíða hliðin úr timbri.

Áhugasamir eru hvattir til að koma og taka þátt í undirbúningi að stofnun þessa félags.

Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur áður samþykkt að veita fjármagni  gegn því að sambærilegt félag tæki að sér að sjá um verkið.