Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar
08.12.2008
Deila frétt:
Samkvæmt starfsreglum Vegagerðar ríkisins um vetrarþjónustu er Hvalfjarðarvegur ruddur daglega og Kjósarskarðsvegur tvisvar í viku.
Búið á að vera að opna Hvalfjarðarveg kl. 08:00 en það getur dregist ef snjóalög eru mikil. Hálkueyðing fer fram á tilteknum stöðum og er hægt að skoða verklagsreglur Vegagerðarinnar HÉR
Vegir innansveitar eru hvorki ruddir né hálkuvarðir efir sérstakri áætlun heldur í samráði við Kjósarhrepp, sem ber þá helming þess kostnaðar sem af hlýst. Afleggjara heim að húsum og bæjum falla ekki hér undir og verða því íbúarnir sjálfir að sjá um þá.