Fara í efni

Viðbrögð Mílu ehf hafa borist

Deila frétt:

 

Kjósarhreppi hefur borist viðbrögð Mílu ehf varðandi samþykkt hreppsnefndar um slæmt ástand símamála í hreppnum. Fram kemur í erindi frá Mílu ehf að fulltrúar Mílu hafa kannað málið til hlítar og telja að með lagningu nýs strengjar milli Kaffi Kjós og Hjalla og einnig milli Hjalla og Hvassaness mætti stytta línuleiðir að bæjum á þessu svæði um 3-7 km.
Þá opnast sá möguleiki að setja upp svonefnda endurvaka sem magna upp fjarskiptamerki og ætti það að bæta samband enn betur á svæðinu.
Míla mun leggja í þessar framkvæmdir um leið og snjóa leysir og frost fer úr jörðu samkvæmt erindinu.