Vinnumiðlun innansveitar
10.11.2008
Deila frétt:
Kjósarhreppur hyggst koma á fót atvinnumiðlun innansveitar.
Þeir sem vilja taka að sér verkefni senda inn upplýsingar um sig og greina frá í hverju vinnuframlag viðkomandi geti verið. Sem dæmi, getur um verið að ræða barnapössun, málningarvinnu, heimilishjálp, smíðar, tölvuþjónustu, bústörf o.s.frv.
Þeir sem tilkynna sig verða settir á sérstaka skrá á heimasíðu hreppsins, þannig að hægt verði að hafa samband við viðkomandi. Nokkur vinna fellur til við endurbætur í Ásgarði nú á næstu mánuðum og verður leitað til þeirra, sem skrá sig, ef talið er að það henti.
Áhugasamir sendi tölvupóst á kjos@kjos.is eða hafi samband við skrifstofu Kjósarhrepps s.5667100
Oddviti