Fara í efni

Yfirlýsing

Deila frétt:

Yfirlýsing frá Sigurði Ásgeirssyni, Hrosshóli
og Sigríði Klöru Árnadóttur, Klörustöðum
vegna dreifibréfs sent Kjósverjum í nafni HEITA HÓPSINS

 

Við undirrituð hörmum það að nöfn okkar hafi verið tilgreind á dreifibréfi sent Kjósverjum í nafni HEITA HÓPSINS. Það var gert án vitundar og vilja okkar.

 

Við styðjum persónukjör og höfum fulla trú á Kjósverjum til að velja það fólk sem þeim hugnast að starfi saman í hreppsnefnd Kjósarhrepps næsta kjörtímabil og frábiðjum okkur allar tilraunir til að setja okkur á „lista“.

 

Lagning hitaveitu er sannarlega stórt og spennandi verkefni, en jafnframt mjög viðkvæmt. Sinna þarf undirbúningi og ákvarðanatöku af kostgæfni, svo vel takist til án alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur sveitarfélagsins.

 

Með kærum Kjósar-kveðjum, 28. maí 2014

Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli
Sigríður Klara Árnadóttir, Klörustöðum