Á döfinni í Kjósinni

Næsta miðvikudag 16. desember, er heldri Kjósverjum (67 ára og eldri) boðið í hangikjöt og meðlæti í Ásgarði, kl. 12:00.
Allir eiga að vera búnir að fá sérstakt boðsbréf.
Bókasafnið verður með auka-opnun af því tilefni um kl. 13, stútfullt af jólabókum !
Um kvöldið verður bókasafnið með hefðbundinn opnunartíma
frá kl. 20-22, í Ásgarði.
Ætlunin var að sýna íslensku kvikmyndina Hrúta, en því miður er hún ekki komin í sölu, þar sem hún er enn að sópa að sér verðlaunum erlendis. Nýjustu fréttir eru að hún komi í almenna sölu í mars á næsta ári, bíóið verður auglýst síðar.
![]() |
Þorláksmessuskatan í Félagsgarði 23. desember kl 13:00 |
|
Hin árlega skötuveisla Kjósarinnar verður í Félagsgarði á Þorláksmessu, miðvikudaginn 23. desember kl. 13.
Eins og í fyrra er það Veisluhúsið í samstarfi við Kjósarhrepp sem stendur fyrir veislunni.
Boðið verður upp á vel kæsta skötu, tindabikkju og saltfisk með tilheyrandi fitu og floti ásamt meðlæti s.s. heimabökuðu rúgbrauði, smjöri, kartöflum, rófum o.þ.h.
Aðgangseyrir er 1.500 kr á mann fyrir hlaðborðið, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Greitt er við innganginn, posi á staðnum og barinn opinn.
Vinsamlega virðið að tilkynna þarf þátttöku þannig að örugglega verði nóg handa öllum.
Tekið er á móti pöntunum til hádegis mánudaginn 21. desember í símum: 772 3285 (Sunníva), 823 6123 (Syrrý) og 566 7100 (Skrifstofa Kjósarhrepps).
Einnig er hægt að panta á netfangið: felagsgardur@gmail.com
Um síðustu helgi var Aðventumarkaður Kjósarinnar haldinn í einstaklega fallegu veðri og góðri færð. Aðsókn var með ágætum, flestir söluaðilar voru sáttir við viðskiptin þó alltaf megi selja meira.
Við frágang eftir markaðinn fundust gleraugu (fjærsýnis +1,5) og lok af Nikon-myndavél. Eigandi getur vitjað muna sinn á skrifstofu Kjósarhrepps, s: 5667100
![]() |
![]() |
|


