Fara í efni

AA deild í Kjósarhreppi - nýr fundatími

Deila frétt:

Föstudaginn 15. febrúar kl. 20:00 verður stofnfundur AA í Kjósarhreppi haldinn í Ásgarði.

Samkvæmt hvatamönnum um stofnun deildarinnar er um að ræða mjög óformlegan stofnfund enda tíðkast ekki innan AA að kjósa sér forystu. Fundarstörfin verða því að hætti og í anda samtakana sem margir þekkja. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er viljinn til að hætta að nota vímuefni. Ein af grundvallareglum AA er, að það sem fram kemur á fundum og hverjir mæta fer ekki lengra en í brjóst fundarmanna. Fundurinn er opinn bæði körlum og konum sem ganga að starfsreglum samtakana.