Fara í efni

Aðal- eða endurvakningarfundur UMF Drengs

Deila frétt:

Aðal- eða endurvakningarfundur UMF Drengs var haldinn föstudagskvöldið  30. október sl. í Félagsgarði.

Valdimar Leó Friðriksson  formaður UMSK setti fundinn og lýsti aðkomu sinni að málinu. Ný stjórn var kosin  samkvæmt lögum UMF Drengs.  Guðný G Ívarsdóttir formaður,    Guðbrandur Hannesson varaformaður,    Óðinn Elísson gjaldkeri,  Jóhanna Hreinsdóttir varagjaldkeri  og Maríanna H Helgadóttir ritari.  Heikir Snorrason,  Atli Guðmundsson og Elís Guðmundsson voru kosnir varamenn.  Endurskoðendur eru:   Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Magnússon og til vara Finnur Pétursson  og Hörður Guðbrandsson.

 

Eftir fundinn var afhjúpuð þriðja formannamynd félagsins -  formenn  áranna 1965-2015 og voru  þeir 14 talsins.  Núlifandi formönnum félagsins var boðið að koma á fagnaðinn og þiggja bók að gjöf og eina rós með.

 

Síðar um kvöldið var haldinn smá fagnaður vegna útgáfu bókarinnar „Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga“ Jón M Ívarsson höfundur bókarinn fylgdi henni úr hlaði með upplestri  úr völdum köflum. Ber mönnum saman um að mjög vel hafi tekist til með þessa bók. Mikil saga að baki.

 

Kjósarhreppur undirritaði samning við höfundinn  1. ágúst 2014 á 99 ára afmæli félagsins um að  skrifa  sögu félagsins  og ætti hún að koma út á afmælisárinu 2015.

 

Bókin verður nú til sölu á skrifstofum Kjósarhrepps í Ásgarði og aðventumarkaðnum í Félagsgarði  þann 12. desember nk. Einnig er hægt að panta hana í s. 5667100 og fá hana senda.