Fara í efni

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams verður 19. desember, kl. 20 í Ásgarði

Deila frétt:
Stóðhesturinn Adam frá Meðalfelli
Stóðhesturinn Adam frá Meðalfelli

AÐALFUNDARBOÐ

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams verður haldinn  19.  desember 2019, kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

Dagskrá fundarins:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 • Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.
 • Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
 • Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
 • Umræður um skýrslu stjórnar, starfsemi félagsins, ársreikning og milliuppgjör,  og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.
 • Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.
 • Kosning formanns til tveggja ára í senn.
 • Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.
 • Kosning tveggja skoðunarmanna.
 • Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.
 • Veiting ræktunarverðlauna.
 • Önnur mál sem félagið varðar.

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós