Fara í efni

Aðalfundur Kjósarstofu

Deila frétt:

Um 15 manns komu á aðalfund Kjósarstofu í Ásgarði þriðjudagskvöldið 24. apríl. Stjórnin var endurkjörin utan þess að Sólveig Dagmar Þórisdóttir varamaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Sigurbjörg Ólafsdóttir á Meðalfelli kosin í hennar stað. Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson voru endurkjörin skoðunarmenn. Opnuð var ný vefsíða Kjósarstofu, kjosarstofa.is. Í kjölfar fundarins var haldinn fundur með oddvita og framkvæmdastjóra Kjósarhrepps þar sem ákveðið var að Halla Lúthersdóttir tæki að sér hlutastarf fyrir Kjósarstofu meðfram starfi sínu fyrir Kjósarhrepp.

 

Kjósarhreppur sótti um eitt stöðugildi  hjá Vinnumálastofnun í verkefninu "Vinnandi vegur" fyrir starfsmann af atvinnuleysisskrá og réð í framhaldi Höllu Lúthersdóttur frá Þrándarstöðum, nú búsett á Eyri. Vinnan hennar er tímabundin fyrir Kjósarhrepp og  er verkefni hennar að flokka og skrá skjalasafn hreppsins  og koma því á tölvutækt form. Verið er að skoða þann möguleika að Kjósarhreppur fái leyfi til að varðveita sitt skjalasafn í heimabyggð.