Aðalfundur KSGK í Kjós
Aðalfundur Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, KSGK var haldinn í Kjósinni laugardaginn 12. mars, í blíðskaparveðri. Kvenfélag Kjósarhrepps hélt fundinn og var hann í Félagsgarði. Um 50 konur sóttu hann.
Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu var stofnað 1929 og er samband tíu kvenfélaga, í Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Garði, Vogum, Bessastaðahreppi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi og starfa um 1100 konur í kvenfélögunum sem standa að sambandinu.
![]() |
Hulda formaður kv. Kjósarhrepps og Sigríður formaður KSGK |
Meðal þeirra verkefna sem KSGK stóð fyrir á síðasta ári var sala á merkjunum „Gleym mér ei“ Salan gekk vel og söfnuðust um 1.7 miljónir króna sem gefnar voru til BUGL. Einnig hafa konur verið að prjóna húfur til að gefa nýfæddum börnum. Gefnar hafa verið nálægt 800 húfur og prjónuðu Kjósarkonur um 60 af þeim.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps bauð síðan fundarkonum í Ásgarð í léttar veitinga. þar voru konur lítillega fræddar um Ásgarð og sveitina , sögu kvenfélagsins og lokum voru þeim sýndir valdir kaflar úr þorrablótsmyndum skemmtinendar kvenfélagsins. Allar fóru þær síðan vel mettar og kátar til síns heima.
Vert er að geta þess að síðasta góðverk Kvenfélags Kjósarhrepps var að gefa kr 70.000.- í söfnunina „Líf“
