Aðalfundur nautakjötsframleiðenda haldinn í Ásgarði
15.03.2008
Deila frétt:
Aðalfundur félags nautakjötsframleiðan var haldinn í Ásgarði Kjósarhreppi laugadaginn 15. mars 2008.
Á fundinn voru mættir á annan tug félagsmanna hvarvetna af landinu.
Þá sat fundinn landsráðunautur Bændasamtakanna í nautgriparækt, Guðríður Hreiðarsdóttir og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdarstjóri Landsambands kúabænda. Formaður félagsins Snorri Hilmarsson í Sogni talaði um málefni framleiðenda á víð og dreif.
Félag nautakjötsframleiðenda var stofnað 2005 og eru félagsmenn um 30. Hefur stjórn félagsins m.a. unnið að því, að tryggja að íslenskir framleiðendur nautakjöts nyti eðlilegs stuðnings á við mjólkur- og sauðfjárframleiðendur og hefur nokkuð áunnist í þeim efnum.