Fara í efni

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haldinn í Félagsgarði

Deila frétt:

 

Aðalfundur SSH var haldinn í Félagsgarði, Kjós, föstudaginn 20. nóvember 2015. Þar var einkanlega fjallað um fjármál sveitarfélaganna og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

 

Sérstakur gestur fundarins var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem flutti ávarp og að auki fóru Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, yfir fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna og mögulegar leiðir til úrbóta, m.a. og einkanlega hvað má bæta í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

 

Ólöf Nordal innanríkisráðherra var líka boðuð á fundinn. Hún komst því miður ekki vegna þess að sama dag var hún skyndilega boðuð á  neyðarfund dómsmála- og innanríkisráðherra Evrópuríkja í Brussel þar sem fjallað var um forgangsaðgerðir ríkjanna í baráttunni við hryðjuverk. Stefanía Traustadóttir mætti fyrir hennar hönd og flutti fundinum erindi ráðherra. 

 

Dagur B Eggertsson er formaður samtakanna. Fundarstjóri var Sigurður Guðmundsson og fundarritari Jóhanna Hreinsdóttir.

 

Mjög góð mæting var á fundinn, flottar veitingar, vertum í Félagsgarði til mikils sóma.