Fara í efni

Aðalfundur Sf. Kjós

Deila frétt:

Bjarni Bjarnason Hraðastöðum
Aðalfundur sauðfjárræktarfélagsins Kjós var haldinn 28. nóvember. Á fundinn mætti Lárus G. Birgisson ráðanautur og gerði hann grein fyrir tilhögun sauðfjársæðinga á komandi fengitíma og  hrútastofni sæðingarstöðvanna. Þá kynnti Borgar Bragason frá Bændasamtökunum skýrsluhald í gegnum fjarvis.is.

 

Stofnað var sauðfjárræktarfélag í Kjósarhreppi 1955 í kjölfar fjárskiptana vegna mæðiveikinnar. Um síðustu aldamót var starfsvæði félagsins fært út og nær nú yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Núverandi formaður félagsins er Bjarni Bjarnason yngri á Hraðastöðum.

Fleiri myndir undir meira