Fara í efni

Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps 12. júní 2020

Deila frétt:

AÐALFUNDARBOÐ 2020 

Aðalfundur Veiðfélags Kjósarhrepps verður haldinn föstudaginn 12. júní 2020,  kl. 13:00 í veiðihúsi félagsins við Laxá í Kjós.

Veiðifélagið nær til veiðiréttar jarða sem veiðirétt eiga í Laxá, Bugðu og Meðalfellsvatni, ásamt lækjum sem í það falla. Félagsmenn eru því eigendur eða ábúendur eftirtalinna 34 jarða, sem land eiga að eða veiðirétt eiga á félagssvæðinu en þær eru: Háls, Neðri-Háls, Grímsstaðir, Valdastaðir I, Valdastaðir II, Sogn I, Sogn II, Reynivellir, Vindás, Hlíðarás, Hækingsdalur, Fremri-Háls, Írafell, Möðruvellir I, Möðruvellir II, Eyjar I, Eyjar II, Hjalli, Þorláksstaðir, Hurðarbak, Meðalfell, Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Blöndholt, Fell, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrarkot, Grjóteyri, Flekkudalur, Sandur og Bær.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári og leggur fram tillögur um starfsemi þess á næsta ári.
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir ársreikning félagsins fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
  4. Umræður um liði 2. og 3. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.
  5. Kosning tveggja stjórnarmanna í samræmi við 7. gr. í samþykktum félagsins.
  6. Kosning eins varamanns og eins skoðunarmanns til tveggja ára í samræmi við 7. gr. í samþykktum félagsins.
  7. Stjórn félagsins upplýsir um viðræður sem átt hafa sér stað við leigutaka vegna beiðni hans um lækkun leigu á árinu 2020 með vísan til óviðráðanlegra aðstæðna.  Stjórn félagsins upplýsir jafnframt um viðræður sem hafa átt sér stað milli stjórnar og leigutaka um áframhaldandi leigu.
  8. Stjórn félagsins leitar eftir umboði aðalfundarins til þess að eiga samningaviðræður um breytingar á núgildandi leigusamningi vegna ársins 2020 og samningaviðræður við núverandi leigutaka eða aðra um áframhaldandi leigu á veiðirétti félagsins til næstu ára.   Samkvæmt umboðinu verða allir samningar stjórnar í skjóli umboðsins með fyrirvara um samþykki sérstaks aukafundar í félaginu,  sem boðað verður til sérstaklega í samræmi við 10. gr. í samþykktum félagsins þegar skuldbindingar liggja fyrir af hálfu leigutaka.
  9. Umræður um lið liði 7 og 8 og önnur mál sem félagið varðar.

 

Káraneskoti, Kjósarhreppi 1. júní 2020.

Fyrir hönd stjórnar Veiðifélags Kjósarhrepps
Guðmundur Magnússon, formaður