Fara í efni

Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps

Deila frétt:

Guðbrandur og Ólafur Þór
Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps var haldinn fimmtudaginn 20. maí í húsi félagsins við Laxá í Kjós.

Ólafur Þór Ólafsson, formaður félagsins,  fór yfir starf stjórnar. Fram kom að nýr leigutaki hefur tekið við ánni. Fyrrverandi leigutaki gekk úr skaftinu og hefur félagið Hreggnasi ehf. gengið inn í samning þann sem var í gildi var. Um er að ræða einstaklinga sem voru aðilar að fyrri samning við Lax ehf.

Erfitt hefur verið að láta verðtryggingar samningsins halda gildi sínu, í kjölfar kreppunnar, og hefur þurft að gefa nokkuð eftir í þeim efnum.

Veiði var nokkuð góð á síðasta ári miðað við árferði. Heildar fjöldi  var 1354 laxar og 358 sjóbirtingar.

Útsýni frá veiðihúsi
Guðbrandur Hannesson í Hækingsdal tók til máls undir liðnum kosningar og sagðist hafa setið í stjórn í 35 ár og bæðist nú undan endurkjöri.Voru honum þökkuð vel unnin störf.

Í stjórn var endurkosinn Guðmundur Magnússon og nýr í stjórn var kjörinn Helgi Guðbrandsson í Hækingsdal.